Siðareglur og samfélagsleg ábyrgð ná til allra stjórnarmanna og starfsmanna Eimskips og fyrirtækja innan samstæðunnar.

Starfsfólk Eimskips, þekking þess og færni, er mikilvægasta auðlind félagsins. Hópurinn samanstendur af ólíkum einstaklingum sem sinna mismunandi störfum og búa að ólíkri reynslu og þekkingu. Með sameiginlegum gildum og góðri þekkingu stillir hópurinn saman strengi, byggir öflugt fyrirtæki og eftirsóknarverðan vinnustað.

Eimskip veitir alhliða flutningaþjónustu þar sem þarfir viðskiptavina eru í fyrirrúmi. Hlutverk starfsmanna er að veita viðskiptavinum og samstarfsmönnum ávallt framúrskarandi þjónustu. Það gerum við af alúð og ánægju með gildi Eimskips að leiðarljósi.
1. GILDI

Gildi Eimskips eru: árangur, samstarf og traust.

2. FYLGNI VIÐ LÖG OG REGLUR

Við leggjum áherslu á að fylgja ávallt gildandi lögum og reglum og almennu siðferðisviðmiði í viðskiptum, ásamt því að fara eftir þeim reglum sem fyrirtækið setur frá einum tíma til annars.

Við höfum það jafnframt að leiðarljósi að stunda heilbrigða viðskiptahætti.

Við sýnum hvert öðru gagnkvæma virðingu og komum í veg fyrir að hjá Eimskip viðgangist hvers konar óréttlæti, svo sem einelti, kynferðisleg áreitni eða mismunun byggð á óviðkomandi þáttum eins og kynferði, kynþætti, þjóðerni, trú, aldri, fötlun eða kynhneigð.

3. HAGSMUNAÁREKSTRAR

Við forðumst að taka ákvarðanir sem skapa hagsmunaárekstra og höfum þá reglu í heiðri að hagsmunir okkar og fyrirtækisins fari saman. Starfsmanni sem verður var við hagsmunaárekstra eða mögulega hagsmunaárekstra á milli fyrirtækisins, starfsmanna, hluthafa og fyrirtækja sem þessir aðilar tengjast, ber að upplýsa yfirmann sinn eða stjórn fyrirtækisins án tafar.

4. SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ

Við berum virðingu fyrir hagsmunaaðilum og gerum okkur ljóst að ábyrgð okkar nær til alls samfélagsins og umhverfisins. Við gætum þess að ákvarðanir okkar og starfsemi fyrirtækisins endurspegli ætíð þá ábyrgð. Við gætum þess að koma mikilvægum upplýsingum varðandi hagsmuni fyrirtækisins til réttra aðila innan fyrirtækisins.

5. SAMFÉLAGSMÁL

Við viljum láta gott af okkur leiða og tökum þátt í samfélagsmálum. Við gætum þess að háttsemi okkar utan vinnutíma hafi ekki slæm áhrif á starf okkar eða orðspor fyrirtækisins.

6. ÁRANGURSRÍK SAMSKIPTI

Við gætum þess að vera málefnaleg og sanngjörn í umsögnum, endurgjöf og ummælum um aðra innan fyrirtækisins. Við erum virkir þátttakendur í starfi og þróun fyrirtækisins og markmið okkar er að bæta fyrirtækið og menningu þess. Við viljum bæta árangur okkar á hverjum degi og auka starfsánægju. Við sköpum starfsmönnum þroskandi starfsumhverfi sem einkennist af metnaði og gleði. Með þessu er góður grunnur lagður að velgengni Eimskips.

7. TRÚNAÐUR

Við erum bundin þagnarskyldu um allt sem við verðum áskynja í störfum okkar og snertir viðskiptavini og starfsemi fyrirtækisins. Við heitum því að gæta ávallt fyllsta trúnaðar og vitum að þagnarskylda helst þrátt fyrir starfslok. Við nýtum ekki trúnaðarupplýsingar til ávinnings, hvorki fyrir okkur sjálf né aðra

10. ágúst 2012
Stjórn Eimskips

Support